Persónuverndarstefna Pfizer innan EES
Persónuverndarstefna Pfizer innan EES
Læknisfræðilegar upplýsingar, kvartanir yfir vörum og lyfjaöryggi
Þessi persónuverndarstefna gildir fyrir persónuupplýsingar sem þú veitir fulltrúa okkar innan EES sjálfviljug(ur) í tengslum við læknisfræðilegar upplýsingar, kvartanir yfir vörum og lyfjaöryggi og þegar þú hefur samband við okkur í gegnum síma, tölvupóst, fax, bréfapóst, á vefformi eða á lifandi spjallrás til þess að spyrja um læknisfræðilegar upplýsingar, kvarta eða tilkynna aukaverkun sem varðar vörur okkar. Persónuupplýsingar eru upplýsingar sem skilgreina þig sem einstakling eða sem tengjast beint eða óbeint persónugreinanlegum einstaklingi.
Þegar þú hefur samband við okkur í gegnum síma, á vefformi eða á lifandi spjallrás munum við biðja um persónuupplýsingar meðan á samskiptunum stendur eins og lýst er hér að neðan.
Ef þú ert heilbrigðisstarfsmaður:
- Nafn og samskiptaupplýsingar (t.d. heimilisfang, símanúmer, netfang)
- Upplýsingar varðandi sérsvið þitt og starfsgrein
- Upplýsingar varðandi notkun þína á vörum okkar
Ef þú ert ekki heilbrigðisstarfsmaður:
- Nafn og samskiptaupplýsingar (t.d. heimilisfang, símanúmer, netfang)
- Upplýsingar sem tengjast notkun þinni á vörum okkar
- Ef tilkynnt er um aukaverkun, gætum við einnig óskað eftir kyni þínu og fæðingardegi
Vinsamlegast ekki láta okkur í té upplýsingar sem tengjast öðrum persónugreinanlegum einstaklingi (t.d. sjúklingi þínum eða aðstandanda). Til dæmis, ef þú tilkynnir aukaverkun fyrir sjúkling eða ættingja, ekki láta okkur í té nafn eða heimilisfang viðkomandi aðila. Ef þú gefur okkur einhverjar upplýsingar sem tengjast öðrum persónugreinanlegum einstaklingi, upplýsir þú okkur þar með að þú hafir heimild til að deila þeim upplýsingum og leyfa okkur að nota upplýsingarnar eins og lýst er í þessari persónuverndarstefnu.
HVERNIG VIÐ NOTUM PERSÓNUUPPLÝSINGAR
Við notum persónuupplýsingar til að:
- Fylgja lögum og reglugerðarskyldum okkar varðandi tilkynningar um aukaverkanir, kvartanir á vörum og öryggi sjúklinga í tengslum við vörur okkar. Sem hluti af þessu getum við haft samband ef við þurfum frekari upplýsingar um aukaverkunina eða kvörtunina sem þú hefur tilkynnt.
- Svara fyrirspurnum og áhyggjum þínum og veita þér þjónustu, þar á meðal í gæðatryggingarskyni; slík notkun er í samræmi við lögmætan áhuga okkar á að veita nákvæmar og tímanlegar upplýsingar um vörur okkar.
- Reka viðskipti að öðru leiti þannig að við uppfyllum lagalegar skyldur okkar, í tölfræðilegum tilgangi eða til að uppfylla lögmæta hagsmuni okkar af því að reka viðskipti. Rekstur okkar felur í sér:
- Að staðfesta hæfi þitt til að fá aðgang að tilteknum vörum, þjónustu og gögnum sem aðeins er hægt að veita heilbrigðisstarfsmönnum með leyfi.
- Að greina eða spá fyrir um óskir heilbrigðisstarfsfólks til að bera kennsl á heildarþróun í því skyni að þróa, bæta eða breyta vörum okkar, þjónustu eða viðskiptastarfsemi.
- Að vernda réttindi okkar, trúnað, öryggi eða eignir hlutdeildarfélaga okkar, þinna eða annarra.
- Pfizer mun nota heilsutengdar eða aðrar viðkvæmar persónuupplýsingar um þig sem þú velur að láta í té, á grundvelli samþykkis þíns, nema þar sem okkur er skylt að nota persónupplýsingar þínar til að uppfylla skyldur okkar samkvæmt lögum, svo sem þegar þú tilkynnir aukaverkun. Ef við notum persónuupplýsingar byggðar á samþykki þínu, geturðu afturkallað samþykki þitt hvenær sem er.
HVERNIG VIÐ MIÐLUM PERSÓNUUPPLÝSINGUM
Við miðlum persónuupplýsingum til annarra Pfizer fyrirtækja í þeim tilgangi sem lýst er í þessari persónuverndarstefnu og til þjónustuaðila okkar í þeim tilgangi að veita þjónustu svo sem upplýsingatækni og tengda þjónustu, tölvupóstssamskipti, úttektir og aðra þjónustu.
Við gætum einnig miðlað persónuupplýsingum þínum þar sem við teljum okkur nauðsynlegt eða viðeigandi til að fara að gildandi lögum og lögbundnum eftirlits- og tilkynningaskyldum okkar (sem geta falið í sér lög utan búsetulands þíns), til að svara beiðnum frá opinberum stofnunum og stjórnvöldum (sem getur falið í sér yfirvöld utan búsetulands þíns), til samstarfs við löggæslustofnanir eða af öðrum lagalegum ástæðum.
Að auki getum við notað, miðlað eða flutt persónuupplýsingar til þriðja aðila ef um er að ræða endurskipulagningu, sameiningu, sölu, sameiginleg verkefni, millifærslu, flutning eða aðra ráðstöfun á öllum eða einhverjum hluta af viðskiptum okkar, eignum eða hlutabréfum (þ.m.t. í tengslum við gjaldþrot eða svipaða málsmeðferð), eða til að vernda réttindi okkar, trúnað, öryggi eða eignir hlutdeildarfélaga okkar, þinna eða annarra.
Við gætum safnað saman upplýsingum sem þú og aðrir einstaklingar veita okkur. Ef við gerum það, megum við nota og birta slíkar heildarupplýsingar í hvaða tilgangi sem er. Heildarupplýsingar munu ekki bera kennsl á þig eða neinn annan einstakling, beint eða óbeint.
EINSTAKLINGSRÉTTINDI
Ef þú ferð fram á að fara yfir, leiðrétta, takmarka, eyða eða mótmæla vinnslu persónuupplýsinga sem þú hefur afhent okkur, eða ef þú ferð fram á að fá rafrænt afrit af slíkum persónuupplýsingum í þeim tilgangi að senda það til annars fyrirtækis, getur þú haft samband við okkur eins og tilgreint er í hlutanum „Hafðu samband“. Við munum svara beiðni þinni í samræmi við gildandi lög.
Vinsamlegast taktu fram í beiðni þinni hvaða persónuupplýsingum þú vilt breyta, hvort þú viljir að þeim verði eytt úr gagnagrunni okkar eða hvaða takmarkanir þú vilt setja á notkun okkar á þeim. Til að vernda okkur gætum við þurft að staðfesta hver þú ert áður en við verðum við beiðni þinni. Vinsamlegast athugaðu að geta okkar til að svara beiðni þinni verður takmörkuð ef það kemur í veg fyrir að við fullnægjum lögum eða reglugerðum. Við munum reyna að verða við beiðni þinni eins fljótt og auðið er.
ÖRYGGI PERSÓNUUPPLÝSINGA
Við leitumst við að gera viðeigandi skipulegar, tæknilegar og stjórnsýslulegar ráðstafanir til að vernda persónuupplýsingar þínar. Því miður getum við ekki ábyrgst að persónuupplýsingar séu 100 prósent öruggar.
VARÐVEISLUTÍMI
Við munum varðveita persónuupplýsingar þínar eins lengi og nauðsynlegt er eða leyfilegt í þeim tilgangi sem þeim var safnað og eins og lýst er í þessari persónuupplýsingastefnu. Viðmiðin sem notuð eru til að ákvarða varðveislutíma okkar fela í sér: (i) þann tíma sem við erum í stöðugu sambandi við þig, (ii) hvort það sé lagaskylda sem við erum háð, eða (iii) hvort varðveisla sé ráðleg með tilliti til réttarstöðu okkar (t.d. í tengslum við gildandi skilmála eða samninga, gildandi fyrningu, málarekstur eða rannsóknir eftirlitsyfirvalda).
FLUTNINGUR YFIR LANDAMÆRI
Upplýsingarnar sem við söfnum er hægt að vista og vinna úr í hvaða landi sem við höfum aðstöðu eða þar sem við ráðum þjónustuaðila, þar á meðal í Bandaríkjunum og þar sem hlutdeildarfélag okkar starfa.
Sum lönd utan EES eru viðurkennd af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) sem hafa viðeigandi gagnavernd samkvæmt EES stöðlum (listinn yfir þessi lönd má sjá hér). Við flutning frá EES til landa sem framkvæmdastjórn ESB telur ekki fullnægjandi, höfum við komið á viðeigandi ráðstöfunum, svo sem að tryggja að viðtakandinn sé bundinn af stöðluðum samningsákvæðum ESB til að vernda persónuupplýsingar þínar. Þú getur fengið afrit af þessum ráðstöfunum með því að hafa samband við okkur eins og tilgreint er í hlutanum „Hafðu samband“.
NOTKUN HJÁ ÓLÖGRÁÐUM BÖRNUM
Við söfnum ekki vísvitandi upplýsingum frá börnum nema samkvæmt gildandi lögum.
UPPFÆRSLUR
Af og til munum við uppfæra þessa persónuverndarstefnu. Allar breytingar öðlast gildi þegar við birtum endurskoðaða persónuverndarstefnu. Þessi persónuverndarstefna var síðast uppfærð frá og með dagsetningunni „Síðast uppfærð“ sem sýnd er hér að ofan.
HAFÐU SAMBAND
Fyrirtækið sem ber ábyrgð á söfnun, notkun og miðlun persónuupplýsinga þinna í samræmi við þessa persónuverndarstefnu í þínu landi eða svæði er aðgengilegt hér.
Ef þú hefur einhverjar spurningar um þessa persónuverndarstefnu, vinsamlega hafðu samband við fulltrúa Pfizer í þínu landi eða svæði eins og hér er tilgreint.
Ef vilt nýta einstaklingsréttinn þinn, vinsamlega farðu á www.pfizer.com/individualrightsgdpr eða hafðu samband við fulltrúa Pfizer í þínu landi eða svæði eins og hér er tilgreint.
Þú getur einnig haft samband við persónuverndarfulltrúa okkar, sem ber ábyrgð á landi þínu eða svæði, ef við á, farðu á DPO.Pfizer.com til að finna samskiptaupplýsingar.
KVARTANIR TIL PERSÓNUVERNDAR
Þú hefur rétt til að leggja fram kvörtun til persónuverndar sem hefur lögsögu yfir búsetu þinni, vinnustað eða meintu broti. Vinsamlegast smelltu hér til að fá upplýsingar um þessa stofnun.